þriðjudagur, október 24, 2006

Langreyður

Gaman væri að sjá lista yfir uppflettingar á vef Orðabókar Háskóla Íslands, þar sem hægt er að fletta upp beygingarmyndum orða, því orðið vandmeðfarna 'langreyður' skorar eflaust hátt á þeim lista síðustu vikuna. Þar sem ég vinn við að leiðrétta texta á blaði hef ég séð svona hundrað mismunandi útgáfur af þessu orði - í öllum kynjum.








langreyður er kvenkynsorð


hér er langreyður / langreyðurin
um langreyði / langreyðina
frá langreyði / langreyðinni
til langreyðar / langreyðarinnar

Hér eru langreyðar / langreyðarnar
um langreyðar / langreyðarnar
frá langreyðum /langreyðunum
til langreyða / langreyðanna

Engin ummæli: