föstudagur, febrúar 16, 2007

Alvarlega bloggið

Ég er búin að vera að lesa blogg undanfarna daga sem er skrifað af konu í New York sem selur sig. Hún er 21 ára held ég og gerir þetta til að fjármagna skólagönguna. Hún er frábær penni og einstaklega góð í að lýsa aðstæðum sínum á hlutlægan hátt. Þetta er nafnlaust blogg og hún segir frá öllu og er mjög hreinskilin. Það er alveg magnað að sjá hvað hún er ótrúlega köld en samtímis svo einlæg og innileg þegar hún lýsir líðan sinni og reynslu.

Það er svo brengluð mynd sem berst okkur af vændiskonum og við vitum ekki hvað er satt og hvað logið og hér er frábær leið til að skyggnast inn í líf einnar. Hún er eldklár og greinilega mjög falleg, en ekki með neitt sjálfsálit og lifir á viðurkenningu karla sem borga fyrir þjónustu hennar. Það veitir henni skammlífa fyllingu og hún gerir sér grein fyrir því. Ég hef aldrei lesið blogg sem hefur haft svona mikil áhrif á mig og ég hvet fólk til að lesa það, hún byrjaði bara að blogga í janúar svo það er ekki svo lengi gert að lesa það allt, en vel þess virði.

Þetta er sérstaklega mögnuð lýsing
á því hvernig hún sér sjálfa sig og ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að karlar halda að vændiskonur og klámmyndaleikkonur hafi gaman af vinnu sinni og séu fullkomlega ánægðar.

Hérna lýsir hún fyrsta skiptinu
.

Þetta er mögnuð saga ... ótrúleg hræsni.


Og hér er saga sem er bara hreint hræðileg
.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klárlega mjög, mjög vel skrifað, en ég get ekki hugsað um annað en að þetta hljóti að vera feik!

En hvort sem það er eða ekki, þá lætur þetta mann allavega hugsa.

Svanhvít sagði...

Þetta er ekki feik, held það sé alveg á hreinu eftir að hafa lesið þetta allt. Svo hafa birst viðtöl við hana líka.

Nafnlaus sagði...

Je minn, þetta er rosaleg lesning! Held ég hafi þurft að stoppa þrisvar og minna mig á að ég var að lesa um alvöru manneskju!
Takk fyrir síðast annars og kærar þakkir fyrir mig ;)