Babelfish?
Ég var að ganga heim úr skemmtilegum tíma í þýðingasögu í Árnagarði áðan, klukkan var að verða sex og það var skítkalt úti.
Ég kom að Háskólabíói.
Allt í einu greip mig óstjórnleg löngun til að fara í bíó.
Að sjá myndina Babel. Það líður líka varla sá dagur að ég lesi ekki eitthvað um blessaðan Babelsturninn í þýðingafræðunum. Ég vissi ekki hvort/hvar/hvenær hún væri sýnd.
Ég leit á klukkuna og hún var tíu mínútur í sex.
Ég leit á plakötin í Háskólabíói og sá að Babel var sýnd í bíóinu.
Ég leit á tímatöfluna og sá að hún var sýnd klukkan sex.
... Ég fór í bíó!
Og var svona líka sátt við þessa mynd. Ég hef alltaf verið svag fyrir hópsögubíómyndum og þessi var sérstaklega vel heppnuð. Sögurnar tóku á vandamálum mismunandi tungumála og menningar, og beint eftir tíma um hvernig menning er þýdd yfir í annað menningarsamfélag var myndin einstaklega viðeigandi. Skilningsleysi stjórnvalda kemur líka skýrt fram, og hvernig að manni finnst venjulegasta fólk getur lent í aðstæðum sem það ræður engan veginn við, og sekkur alltaf dýpra og dýpra og enginn getur bjargað því, sérstaklega ekki þeir sem eiga að halda utan um sína, þ.e. stjórnvöldin.
Ótrúlegt hverju er hægt að koma að í kollinn á manni á tveimur klukkutímum, sérstaklega þegar maður hafði bara búist við að fara heim að elda pakkapasta og horfa á Skjá einn.
Mæli með spontant bíóferðum - þessi var að minnsta kosti þess virði.
Á fimmtudag hefst átta vikna fiskát. Fimm sinnum í viku takk. Segi betur frá því síðar.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég sá þessa mynd og fannst hún ekkert það spes.
Brad Pitt var leiðinlegur.
Konan hans brad pitt var leiðinlegt.
Marokkóarnir voru soldið leiðinlegir líka (aðalega eldribróðirinn)
og Mexíkóska fólkið var leiðinlegt.
Ég þoli ekki þegar fólk gerir eitthvað ótrúlega heimskulegt í bíómyndum.
Einu sem mér fannst ekki leiðinlegir voru japanarnir...
hahahaha.. mér fannst japanska sagan einmitt slappasta sagan af öllum.. hef séð þetta svo oft áður (reyndar ekki með heyrnarlausum). Samt gaman að sjá japanskt líf í stórborg.
Skrifa ummæli