fimmtudagur, maí 10, 2007


Gósentíð

Já, það hefur líklega ekki verið leiðinlegt að vera pistlahöfundur eða atvinnubloggari síðustu vikur what with all the kosningar og Júróvisjón. Líkingarnar og orðaleikirnir eru óþrjótandi, samsæriskenningar og kosningabandalög, háralitir og flokkalitir, kosningar á báðum vígvöllum. Ég skipti mér minnst af Júróvisjón en á eftir að lesa allar fréttir um kosningaúrslitin eins fljótt og þær berast af mestu nákvæmni - já, ég verð í vinnunni.

Kosturinn við það er að þetta er nokkurs konar uppskeruhátíð blaðamanna - ég held þeir viti fátt skemmtilegra - svo líklega á maður eftir að hrífast með og hrópa upp við hverjar nýjar tölur, spá í spilin og spekúlera... verst að maður getur ekki haft bjór við hönd, alveg ótrúlegt hvað hann hefur mikil áhrif á prófarkalesturinn ... til hins verra.


Og svo maður taki smá moggablogg á þetta:











"En þó að Íslendingur hafi ekki unnið Evróvisjón, þá getum við huggað okkur við það að það er mjög líklegt að Íslendingur vinni kosningarnar á laugardaginn. Og hver veit nema hann verði líka rauðhærður, þó ívið snögghærðari."

ho ho ho

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og til fróðleiks má skoða þennan vísindavefslínk um genasamsetningu rauðhærðra:
http://visindavefur.hi.is/?id=5675

Hver veit nema rauðhærða, gallaða fólkið taki yfir heiminn?

Bastarður Víkinga sagði...

Rauðhærðir eru líka fólk.

Svanhvít sagði...

Hahahahahaha

hélt þetta hefði bara verið South Park þáttur...

Bastarður Víkinga sagði...

Vesgjú!