þriðjudagur, maí 22, 2007

KaSu og sumarið

Jæja, loksins er að koma sumar og þá fer Svanhvít til útlanda. Vilji einhver vita mín ferðaplön í sumar eru þau svohljóðandi:

4.-11. júní - Kórferðalag með Kammerkór Suðurlands til Elsass-héraðs í Frakklandi. Tónleikar í Strassborg og fleiri stöðum, gist á rómantísku hóteli þar sem má vera með hunda en ekki börn. Frábær hópur og frábær tónlist.

11.-17. júní - Sevilla og Cádiz á Spáni. Sólbað og sviti á ströndinni á Spáni. Jafnvel í tjaldi ef ég verð í stuði. Loksins fer Svanhvít til Andalúsíu!

17.- ca. 21. júní - Kosice í Slóvakíu. Heimsókn til Ivetu vinkonu, jafnvel slást fleiri góðir Slavar í hópinn. Já, Svanhvít hefur vingast við óvinina í austrinu, hinum hræðilegu austantjaldslöndum sem þrá ekkert heitar en að skemma árlega kvöldskemmtun fyrir Íslendingum.

22.-24. júní - eitthvað skemmtilegt einhvers staðar í Mið-Evrópu.

24. júní - flýg heim frá Frankfurt. (Reyndar geri ég út frá Frankfurt, flýg þangað og þaðan til allra landanna - 10€ er ekki svo slæmt fyrir miða til Bratislava með sköttum.)

Svo er ég svo heppin að vera á Loftbrúrmiða svo ég má taka 100 kíló með mér... vantar einhvern eitthvað þungt frá Evrópu? Nei djók, nenni ekki að bera það...

Júlí-ágúst - vinna


Nokkrir hlekkir:

David Blaine trikk - því miður krakkar, la magia no existe

Póstkort frá því um 1900 þar sem er spáð fyrir um árið 2000.
Af hverju er þetta ekki allt til? Mig langar í vængi, og það væri ekkert slæmt að hafa svona veðrahvolf yfir borginni ... Hvað þá að fara á húsinu sínu í vinnuna!

Hvernig datt manninum í hug að búa til risamynd af peningaseðli úr eggjum?

Magnaðar myndir af gömlu fólki og ævi þess rakin.

O magnum mysterium eftir Morten Lauridsen
Við erum að syngja þetta verk í kórnum, þetta er frábær flutningur.

Tíhí

4 ummæli:

Tinnuli sagði...

OH en ótrúlega hressandi lesning elskan mín! VIldi að ég gæti farið með þér! Takk fyrir síðast. Ég sé næstum því húsið þitt héðan!

Bastarður Víkinga sagði...

Þetta hljómar girnilegt.

Ég ætla á Vestfirði og í bíó á Akureyri.

Orri sagði...

Ég hata að lesa blogg um tilvonandi eða nýafstaðnar utanlandsferðir viðkomandi.
(ferðasögur eru þó oft skemmtilegar).

Sástu ekki í sjónvarps handbókinni að það er „úti“ að tala um tilvonandi utanlandsferðir og sumarleyfisplön (sérstaklega með miklum fyrirvara).

Svanhvít sagði...

Trúi ekki orði sem ég les í sjónvarpshandbókinni. Það er úti að lesa sjónvarpshandbókina.

Ferðaplön eru nýja 'ekki tala um ferðaplön'