mánudagur, maí 14, 2007

Orðræðan

Af hverju segir fólk "Hún sökkti sér í þunglyndi", og "hann hafði tilhneigingu til að verða þunglyndur" eins og fólk hafi um það eitthvert val? Sama fólk myndi aldrei segja "Hún náði sér í krabbamein" eða "Hann hafði tilhneigingu til að fá sér mígrenisköst". Maður hneigist til mennta, bóka, íþrótta, ekki sjúkdóma.

Ég hef heyrt ljótar sögur af því að enn í dag líti fólk ekki á þunglyndi sem alvöru sjúkdóm heldur eitthvað sem þurfi bara að harka af sér. Það er eins og að segja einhverjum að harka af sér gigt eða eða astma.

Og hana nú.

Og hér er skemmtileg þraut svona rétt eftir Júró:

http://europe.bizrok.com/


Sigmar ætti að tékka á þessu og athuga aðeins sögukunnáttuna og landafræðina áður en hann fer að blanda Slóveníu við Tsjernóbyl aftur. Blessunarlega skilja mjög fáir íslensku því að það væri skandall ef sumir 'brandararnir' hans væru þýddir yfir á meira notuð mál.

1 ummæli:

Þura sagði...

Dísus, ég stóð mig ömurlega !!!

Skrifa hluta af ömurleikanum á það hvað það er erfitt að stafa rétt á ensku :/