fimmtudagur, mars 20, 2008

Skírdagur, er það ekki? Það er ekki að sjá hér, því allir eru í vinnu, allar búðir opnar og allir í skólanum (nema við í þeim kaþólska, fengum frí um hádegi í dag). Morgundagurinn er eini dagurinn sem fólk hér fær í páskafrí. Svo þar sem páskafríið er svo stutt komumst við Marta norska ekki norður eins og við ætluðum, heldur ætlum að skreppa til Viña del Mar, sem er strandbær í eins og hálfs tíma fjarlægð frá Santiago. Förum á eftir og ætlum að vera þar yfir helgina, ég, hún og Kelly, sú bandaríska. Við fáum far með vini Mörtu og gistum hjá öðrum vinum hennar, svo það verður víst lítið um útgjöld. Ég er þó meira spennt fyrir Valparaíso, sem er bara nokkra kílómetra frá Viña, ótrúleg borg, þar sem allt er meira og minna svona. Viña er meira túristabær, með dýrum hótelum og börum, en Valparaíso er ekta, gömul hús og mikið um að vera. Það er víst hvergi betra að vera um áramót en í Valparaíso, hver er memm?

Jæja, best að pakka niður fyrir ströndina... gleðilega páska!




.


7 ummæli:

Unknown sagði...

Ohh thu ert svo dugleg ad blogga og alltaf jafn skemmtilegt! Vorkenni ther samt ekki med paskafrisleysid thvi fridagar her vegna paskafris eru 0 talsins. He he. Goda skemmtun a strondinni, sjibbi!

Svanhvít sagði...

Já duleg já.

Einmitt, ég spurði Kanastelpurnar um þetta í gær og fékk þá að vita að það er barasta ekkert frí um páska, nema maður hreinlega taki sér frí. Samt kemur spring break oft inn í páskana sem betur fer.

Annars fyndið hjá Vantrú að vera með föstudagslangabingó...

Nafnlaus sagði...

Memm!

Unknown sagði...

Hæ!

Loksins komst ég inn á bloggið þitt!! Ég hef ekkert getað lesið bloggið þitt í rúman mánuð og var orðin heldur desperate enda vissi ég að þú varst að fara út.

Ég varð því ekki fyrir vonbrigðum þegar ég loksins get lesið færslurnar þínar :) Gott að vita að þér gengur vel og að þú passir uppá sólarvörnina ;) Ég brann einmitt á nebbanum þegar ég var að labba með foreldrunum á kínamúrnum núna á sunnudaginn. Vorum ógeðslega heppin með veður :) Skrifa ferðasöguna þeirra á bloggið mitt eftir þau eru farin..

luv u,
Helga í Kína

Tóta sagði...

Hæ skvísa.

Mér leiddist í dag og var farin að skoða flug til Chile... Fann reyndar ekkert sem getur flokkast sem ódýrt og svo er víst kreppa í vændum en það breytir því ekki að mig langar sjúklega að heimsækja þig.

Svanhvít sagði...

Jeij! Eva, ég er komin með frábæran stað fyrir okkur á gamlárskvöld, hjá vini mínum í Valparaíso, hann er með útsýni yfir alla höfnina þar sem er einhver geggjaðasta flugeldasýning í heimi, þeim er skotið upp úr sjónum og það er víst alveg ótrúlegt.

Helga, gaman að Kínverjarnir leyfa þér loksins að lesa bloggið mitt (Free Tibet!). Ég fylgist með þínu líka:)

Tóta, kreppa smeppa. Það væri æðislegt að fá þig í heimsókn. Peningar geta átt sig, þeir koma og fara.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu þetta er málið! Þá er bara að sannfæra hina í hópnum, verður ekki erfitt, ég ræð öllu hvort eð er. Tökum svo bara Tótu með okkur ;)