þriðjudagur, maí 11, 2004

Reiðiblogg

Ég fór í próf í gær. Það var alltof langt og erfitt, og fyrir utan það voru tvær spurningar úr köflunum í bókinni sem við áttum að sleppa! Flestar spurningar voru svo úr efni sem kennarinn hafði aldrei minnst á í tímum. Margir náðu bara að gera 2/3 af prófinu. Og í dag fengum við þetta skeyti frá kennaranum:

Af viðbrögðum að dæma virðist prófverkefnið hafa verið í lengra lagi. Ég skal reyna
að hafa það í huga við yfirferð.

Kveðjur

Kristján


Þetta er nú bara nákvæmlega það sem við héldum að myndi gerast, og hér vitna ég í Tótu í örvæntingarfullan tölvupóst sem ég fékk frá henni 8. maí, þ.e. 2 dögum FYRIR próf. Tóta, ég vona að það sé í lagi (ég efast um að hr. Kristján lesi bloggið mitt):

„Hins vegar hef ég lúmskan grun um að allir komi til með að fá
ágætiseinkunn sama hvernig þeim gengur. Prófið á nefnilega eftir að koma
illa út og það lítur illa út fyrir Kristján sem á eftir að hækka alla um
tvo heila svo það fattist ekki að hann er ekki búinn að kenna okkur rass.“

Mér sýnist að þetta sé það sem er að fara að gerast...


Engin ummæli: