mánudagur, maí 10, 2004

Varúð! Prófablogg!

Löngu tímabær listi yfir kórlimi er kominn á síðuna. Um að gera að nýta tímann þegar maður á að vera að læra undir próf í eitthvað áríðandi. Ég er að fara í próf á eftir (Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði) og get bara ekki fengið af mér að læra meira. Í gær lærði ég margt skemmtilegt annað en að læra, fór í sund í góða veðrinu, sat úti í sólbaði, hékk í tölvunni ca hálfan daginn og um kvöldið elduðum við Steini kindafille með rósmarín og svörtum pipar og kartöflum og rjómapiparsósu handa mömmu hans á mæðradaginn. Það var mjög ljúft og mér tókst alveg að gleyma prófinu. Nú þarf ég bara að horfast í augu við það í 2 klst. og get svo farið að læra fyrir það síðasta, og svo á í Vissuferð með íslenskunni á Njáluslóðir og svo til Ítalíu og Slóveníu!
[ieg vilti að það vai:ri haixt að ljouðrita au blogger, þau vai:ri þesi faistla ötl ljouðrituð]

Prófabloggi lokið

Engin ummæli: