
Í morgun gerði ég svolítið sem mig hefur dreymt um alla ævi. Ég fékk mér Seríjós með jarðarberjum út á. Ég hef horft á myndina utan á serjóspakkanum síðustu tuttugu árin og langað til að prófa, en jarðarber lágu sko ekki á klámbekk í minni sveit. En hér í sollinum er hægt að fá þau fyrir spottprís svo ég keypti mér box í gær til að japla á á meðan ég læsi bókmenntasöguna. Ég átti tvö eftir og setti þau út á serjósið í morgun. Það var ekki eins gott og mig hafði dreymt um. Það var bara frekar súrt. Svona fer oft um drauma mannsins,´maður verður fyrir vonbrigðum þegar maður loksins uppfyllir þá.
Heil og sæl að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli