miðvikudagur, mars 02, 2005

Thad er alveg ótrúlegt hvad Spánverjar reykja mikid! Ein vinkona mín asnadist til ad spyrja medleigjanda sinn hvort hann reykti, og hann leit á hana eins og hún hefdi spurt hann hvort hann bordadi eda andadi! Thad er ekki spurningin um ad reykja eda reykja ekki hérna, allir reykja. Á hárgreidslustofum, inni í búdum, á skrifstofum, inni í skólanum, meira ad segja konurnar á skrifstofunni í háskólanum sitja reykjandi vid skrifbordin. Og kaffistofan, eins og ég var farin ad hlakka til ad hreidra um mig thar eins og í honum Árna mínum, nei, thar er mest reykt af ollu, trátt fyrir flennistórt skilti sem bannar reykingar. Synd og skomm, tví annars er thetta ágaetis kaffistofa, og hrikalega ódýr, haegt ad fá sér kaffi og risasamloku á minna en hundradkall. En thad er varla ad ég geti verid thar inni, madur sér ekki handa sinna skil vegna reykskýsins.

Í gaer laesti ég mig úti, thad var ekki snidugt, thar sem ég var med fartolvuna og 4 thunga poka úr Champion (súpermarkadnum). Ég skrifadi Kathrin bréf og bad hana ad hringja thegar hún kaemi (vissi audvitad ekki ad hún var í Madrid) svo ég kaemist inn, fór svo á naesta bar og pantadi mér kók og fór ad spila Doktor Mario í tolvunni. Bordadi illa upphitadar patatas bravas sem fylgdu med(*) og fylgdist med fólkinu á barnum. Tveir karlar ad drekka kaffi sóló, kona í pels ad spjalla vid barthjóninn, gamall madur vid spilakassann. Tháttur um geimferdir og stjornuskodun í sjónvarpinu, stillt aaadeins og hátt. "Fjarlaegdin milli X og Z er 500 milljardir ljósára." Gamli madurinn í spilakassanum tautar, "ja, hérna, 500 milljardir ljósára, madre mía!" og vinnur stóra fúlgu í spilakassanum. Svo byrjar barnaefnid, stillt á sama styrk, ótholandi tuskubrúdur sem eiga ad kenna krokkum ensku. "This pen is BLUUUUUUEEE" "This is his MOOOOM" "He´s her SOOOOON" Svolítid yfirthyrmandi fyrir andrúmsloftid sem var tharna inni. Kannski var barthjónninn bara ad reyna ad reka mig út. Thad gekk ad lokum, ég fór í tíma í spaensku í kúrsinum fyrir útlendinga (skildi champion-pokana eftir fyrir utan dyrnar heima), thar laerdi ég EKKERT, en betra en ad sitja fyrir utan dyrnar heima med pokunum. Sídan á írskan bar thar sem er internacional kvold á tridjudogum. Kl hálf tíu um kvoldid hringdi Kathrin, komin heim frá Madrid. Ég fór heim gudslifandi fegin og skrifadi 7 póstkort...


(*)eftir smá tíma á Spáni verdur madur mjog vandfýsinn og vill fá sitt tapas thegar madur pantar sér drykk. Og ef thad er ekkert sem fylgir med verdur madur hundfúll og ákvedur ad fara aldrei á thann bar framar !

Engin ummæli: