fimmtudagur, mars 17, 2005

Hitt og thetta

Hér í Alcalá er komid sumar. +30ºC á hverjum degi og kirsuberjatrén sprungu út á tridjudaginn. Ég fór naestum tví ad gráta, thetta er thad sem mig hefur alltaf langad til ad sjá, ekta evrópskt vor, sem leysist ekki upp í einhvern andskota um páskana og hverfur, thangad til thad er komid haust aftur.

Ég var sammála Hlíf thegar hún sagdi ad madur hefdi thurft ad fara á námskeid í salsa og um Ísland. Ég lendi í somu spurningum, og líka, hvad eru margir háskólastúdentar á Íslandi?, hvad er landid margir kílómetrar á breidd, hvad eru margir kílómetrar frá Íslandi til Madrid? Thad tekur á, og enginn til ad spyrja, ég á ad heita upplýsinganáman um Ísland.

Ég aetlast ekki til mikils af fólki thegar kemur ad fródleik um Ísland, og ad sama skapi býst ég ekki vid tví ad fólk módgist thegar ég veit ekki eitthvad um einhverja eyju í Karíbahafinu. Ég hef ekkert hneykslast thegar Thjódverjarnir spyrja mig hvada tungumál sé talad á Íslandi, eda hvort Ísland sé í Evrópu, eda hvort ísland sé ekki hluti af Danmorku. En thegar kemur ad Donum, thá finnst mér nú ad ákvedinn lágmarksfródleikur sé naudsynlegur. Í fyrradag fór ég á írska pobbinn sem vid forum alltaf á á tridjudogum, og thar voru 3 danskar hnátur. Af tví mér finnst svo gaman ad tala donsku heilsadi ég theim, thaer spurdu mig hvadan ég vaeri, og sogdu mér svo, ad einmitt kvoldid ádur hafi thaer verid ad paela í tví hvort Ísland vaeri hluti af Danmorku. Og komust ad theirri nidurstodu ad svo vaeri. Mig langadi til ad oskra, en sagdi theim bara pent ad thad vaeri nú ekki, og ad thaer aettu nú ad vita betur, verandi danskar og svona. Sagdi svo pent farvel. En á eftir hneyksludum vid okkur lengi vel á thessu, ég og vinkonur mínar frá Finnlandi, sem bentu réttilega á ad thetta vaeri álíka og ef Svíi spyrdi thaer hvort Finnland tilheyrdi ekki Svíthjód.

Reyndar fannst mér svolítid fyndid ad einn Thjódverjinn hérna var alveg furdu lostinn thegar ég sagdist vera frá Íslandi, thad var eins og ég hefdi sagt honum ad ég kaemi frá annari stjornuthoku. Hann lét taka mynd af sér med mér til ad sýna vinum sínum heima íslendinginn sem hann hitti...

Erum vid svona sjaldgaef?

Engin ummæli: