föstudagur, maí 06, 2005

Já, sumarid er komid og med tví rodnar húd og hár lýsist. Sólin hér er stórhaettuleg, ég fór út ad skokka ádan (já!), og brann á bara hálftíma í sólinni! Thó ég vaeri med sólarvorn. Leidin sem ég skokkadi er annars mjog falleg, medfram ánni, og hinumegin vid hana eru fjoll sem ég vaeri alveg til í ad klífa (...verst ad ég hef ekki ennthá fundid brú yfir ána...) Thetta var mjog rómantískt, ég heyrdi innan úr skóginum blokkflaututóna, sem komu frá ástfongnu pari sem sat á árbakkanum og spiladi á flautu. Svo gerdi ég magaaefingar og flýtti mér heim til ad brenna ekki meira.

Ferdin til Tékklands var svo frábaer ad ég er ekki viss um ad ég geti lýst henni nógu vel med ordum. Ég á myndir sem ég aetla ad taka med til Íslands thegar ég kem á fimmtudaginn, thaer segja miklu meira.

En eitthvad get ég nú sagt, ég var semsagt ad hitta vinkonur mínar sem ég kynntist í Ungverjalandi í ágúst, ein frá Prag, ein frá Sviss og ein frá Slóvakíu. Vid fórum í skodunarferd í Prag, (m.a. í H&M, madur verdur ad standa sig í ad heimsaekja H&M í hverju landi) og thad var mjog fallegt allt, en trodid af túristum. Ég hálfvorkenni íbúum Prag ad geta aldrei haft midbaeinn útaf fyrir sig, hann er ALLTAF fullur af túristum. En their eru víst naudsynlegir, their koma med peningana... En ég var semsagt med tékkneskri vinkonu sem fór med okkur fáfarnar styttri leidir og á litla saeta veitingastadi thar sem máltíd med ollu kostar 3 evrur.

En thad besta var samt thegar vid fórum á litla bílnum hennar Jonu vinkonu út fyrir Prag ad skoda Karlstejn kastalann, og fórum líka í svakalegan gongutúr í leit ad 3 manngerdum gljúfrum sem voru einu sinni námur: Litlu Ameríkum, Stóru Ameríku og Mexíkó. Thau voru ágaet, en fyrir íslendinginn voru thau svosem ekkert svo spes. Vid vorum 8 saman, tékkar og slóvakar og ungverji, slóvakarnir voru alltaf aftastir og reyktu og drukku raudvín úr gosflosku til ad svala thorstanum á gongunni. Raudvín var sirka thad sídasta sem mig langadi í í hitanum svo ég afthakkadi (já, nota bene, thá var óvenju heitt alla helgina, jafngott vedur og hér á Spáni!).

Eftir gonguna fórum vid stelpurnar svo í sumarbústad fjolskyldu hennar Jonu (sem er reyndar miklu flottari en íbúdin theirra í Prag) og kveiktum vardeld og eldudum tékkneskar pulsur sem eru svona stuttar og feitar pulsur sem madur sker í endana á til ad thaer krullist upp thegar madur grillar thaer yfir eldinum. (Ae, thad er ekki haegt ad lýsa tví.) Vid sátum vid eldinn med pabba Jonu og systur hennar sogdum brandara á 6 tungumálum og hlógum langt fram á nótt. Thetta kvold var einhver nornahátíd í Tékklandi svo thad voru kveikt bál út um allt og fólk setti upp maístengur. Daginn eftir sáum vid ad einhver hafdi málad ljód á gotuna, thad er thá víst hefd líka.

Morguninn eftir, ádur en vid thurftum ad leggja af stad til Prag, snaeddum vid morgunmat úti í gardi (jardarberjasulta og radísur beint úr gardinum theirra, Jana gaf mér eina krukku af sultu!) og svo roltum vid upp á haedina fyrir ofan húsid, thar er alveg frábaert útsýni yfir gul tún og graena skóga... soldid vaemid en thetta var alveg frábaert til ad hlada batteríin.

Sem var eins gott tví vid vorum búnar ad maela okkur mót vid vini okkar í almenningsgardi ad fara ad spila Petanque sem er eins og boccia nema ekki fyrir fatlada... ég var soldid hissa á ad sjá ad thetta er mjog vinsaelt tharna, thad voru 4 hópar á vellinum thar sem vid vorum ad spila. Thad var bara gaman, adallega af tví vid unnum... Svo nádi ég naestum ad breyta brúdkaupsferd vina minna frá tví ad fara til Nýfundnalands og Kanada yfir í ad fara til Íslands, honum til gledi en henni til hryllings! Annars er ég í vondum málum ef allt thetta fólk sem ég er búin ad bjóda í heimsókn kemur einhvern daginn!


Úff, thetta er ordid of langt og leidinlegt, og ég er ad fara ad hitta gódvin minn Angel, ég vaeri líka alveg til í eins og einn ís á Plaza Cervantes, thad er nýbúid ad opna ísbúd thar...

¡hasta pronto!

Engin ummæli: