miðvikudagur, júlí 13, 2005

Ekki eru allar Svanhvítirnar eins

Það er alltaf gaman að gúggla nafnið sitt, og maður kemst fljótt að því að þessi spjöld sem maður getur keypt með nafninu sínu þar sem er sagt t.d. "Anna er tryggur vinur en á það til að vera skapstór ef eitthvað er gert á hennar hlut. Hún er falleg og heilsuhraust" eru bara rugl. Amk vil ég ekki líkjast í neinu manneskjunni sem skrifaði þetta og ber sama nafn og ég. (og ef hún gúgglar sitt nafn og finnur þetta má hún alveg vita það). Mér þykir vænt um nafnið mitt, af því það eru ekki svo margar sem heita það, og vil ekki saurga svanhvítarstofninn með svona eintaki:

"Á laugardaginn var reunion og var það mjög gaman. Ég var orðin dálítið full þegar ég kom niður í bæ og fór á Hressó og varð alveg æf og dansaði smávegis. Svo var einhver hóra sem rakst í mig meðan ég var að dansa og ég gaf henni olnbogaskot og hún reif þá í hárið á mér og þá snéri ég upp á vinstri geirvörtuna á henni og kýldi hana í fésið með hinni hendinni. Þoli ekki svona dópista- stelpur. Vona að hún hafi verið tekin ósmurð í rassgatið seinna um kvöldið- hún hefði svo átt það skilið. Eða þá að það hafi verið keyrt yfir hana- annað hvort.
Annars þá á Ísak Freyr barnaafmæli í dag. Hann er eins árs í dag litla dúllan. Til hamingju með daginn litli Ísak!"


smekklegt! :)

Engin ummæli: