fimmtudagur, júlí 28, 2005
Í gær var ég að horfa á þriðja hluta Hringadróttinssögu með foreldrum mínum, og við komumst að því að dulinn boðskapur myndarinnar, ef ekki skáldverksins líka, er að það séu garðyrkjumennirnir sem standa uppi þegar allir aðrir gefast upp, það var Sámur sem þurfti að bera Fróða greyið til ad drösla honum upp fjallið svo hann gæti hent hringnum oní. Og það er einmitt þess vegna sem Fróði tók garðyrkjumanninn sinn í þessa hættulegustu ferð lífs síns. Það er Sám að þakka að Fróði nær að bjarga heiminum, en hann fær ekki heiðurinn af því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli