Komin heim....
...í grillaða bleikju
...í Baugsmálið
...í vinnuna
...í frestun þungs nafnliðar
...í rigningu á ská - og á hlið og upp..
...í útilegupælingar
...í kókómjólk!
...í íslensk lög í útvarpinu
...í bæinn um helgina(!), hringið í mig 8682140 ef þið viljið hafa samband!!
Glæpaklanið amma, Svanhvít og Reynir var tekið í tollinum með hálft kíló af danskri spøgepølse, og Svanhvít (a.k.a. "Spøgelset") lenti í skýrslutöku hjá tollstjóra og bíður nú eftir símtali frá sýslumanni sem mun refsa henni með sekt sem hljóðar upp á 500 krónur íslenskar. Svanhvít bar illa söguna af vistinni á skrifstofu tollsins, þar var annað glæpakvendi í haldi (greinilega öllu reyndari í bransanum) sem sagði farir sínar ekki sléttar og neitaði að láta sitt spægipylsukíló af hendi nema sjá tollstjóra brenna það sjálfan, og fullvissaði aðra glæpamenn viðstadda að víst væri að starfsmenn tollsins skiptu spægipylsunni á milli sín og ætu hana. Hinir reyndu nú að malda í móinn, fannst bara frekar hart að sjá af spægipylsunni, og furðuðu sig á íslensku lögunum, eða eins og höfuðpaur glæpaklansins ógurlega "Amman" fullyrti: "Ég hef nú ekki komið til landsins ÁN spægipylsu í hálfa öld!" Þess má geta að Amman er dönsk.
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli