laugardagur, júlí 02, 2005

"Estimada alumna: se me olvidaba decirte que te subo la nota hasta el 10, como a
algunos de tus compañeros, pues os lo merecéis. Salud, Emilio Sola."


Og hvað þýðir þetta? Jú, kennarinn minn var svo ánægður með greinina um Tyrkja-Guddu að hann ákvað að hækka einkunnina mína í Cervantes kúrsinum úr 8,5 í 10!

Annars er það að frétta af mér að ég er í Kaupmannahöfn núna, ein á voða fínu hóteli við hliðina á lestarstöðinni, Ég svaf á öðru hóteli í nótt, rétt hjá flugvellinum. Vélin lenti ekki fyrr en klukkan eitt í gærnótt, svo ég var orðin nokkuð þreytt og rugluð, svo rugluð að ég talaði einhverja furðulega blöndu af spænsku og dönsku við leigubílstjórann og mundi svo ekki hvernig ég átti að segja ´taska´ á dönsku! Strákurinn í hótelmóttökunni var voða góður, ég sagðist verða meget taknemlig ef ég fengi herbergi á þessari hæð, og hann horfði á allar fjórar töskurnar mínar, og gaf mér et dobbeltværelse... ég spurði hvenær ég þyrfti að vera farin út af herberginu, hann sagði klukkan 11. Ég reyndi að fela örvæntingarsvipinn en hann hlýtur að hafa séð hann því hann spurði hvort ég vildi frekar fara út klukkan tólf. Ég vildi það. Nú er ég búin að dröslast með allt mitt hafurtask á þetta líka fína hótel, þar sem ég steinsofnaði þegar ég var loksins komin. Ég ákvað að ég gæti alveg tekið lest með allt dótið mitt milli hótela, og fólk var mjög almennilegt og hjálpaði mér að bera 32 kílóa töskuna upp þrepin inn í lestina - en lestarvörðurinn sagði mér, og ég horfði á hann eitruði augnaráði: "Man skal ikke have mere med en man selv kan slæve". Ég hafði auðvitað þurft að borga yfirvigt á flugvellinum í Madrid, 6200 krónur takk. Seinna segi ég frá leigubílstjóranum sem keyrði mig á flugvöllinn í Madrid, sú ferð er efni í heila smásögu.

Nú er samt aðaláhyggjuefni mitt að ég á ingen penge. Ég þarf að fara út á flugvöll og ná í ömmu og Reyni núna á eftir, kannski þarf ég bara að labba út á Kastrup! Ég er samt svo heppin að það er ókeypis nettenging á hótelinu, svo ég get allavegana hangið á netinu! Hej hej!

Engin ummæli: