miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Svanhvít í mömmó

Ég er með lítið kríli hérna úti í vagni sem sefur rótt í sjávargolunni. Gaman að fá að leika mömmu svona af og til, þó ekki nema í smástund sé.

Ég vaknaði með lítinn lagstúf í kollinum, úr frábæru Fóstbræðraatriði. Kona og karl sitja í sófa með barnapíutalstöð á borðinu. Þau eru greinilega á deiti og allt virðist ganga vel. Þau eru einmitt að fara að kyssast þegar heyrist grátur úr talstöðinni. Konan fer til að svæfa barnið og allt sem hún segir heyrist fram, m.a. þetta lag (við Bíbí og blaka):

Hann er soldið ljótur
en það er allt í lagi
því mamma veit hann er ríkur
og svo á hann líka einbýlishús.

Klassi.

En uss, þetta dugar nú ekki, þarf að henda kettinum út og ná svo að prjóna smá áður en barnið blíða vaknar. Yfir og út.

-------uppfært-------
Skellti atriðinu inn:

2 ummæli:

Orri sagði...

Krakkinn sofnaði allavega og hún náði í leiðinni að kenna krakkanum að maður getur ekki fengið allt sem maður vill í lífinu.

Maður veit ekki hvort maður vorkennir meira einstæðum mæðrum eða ríkum og ljótum mönnum eftir þetta atriði.

Svanhvít sagði...

þetta er djúp samfélagsgagnrýni... sorglegt, ef maður lítur þannig á það.