Jæja, fyrsta prófið búið og það næsta ekki fyrr en ellefta. En fyrir það þarf ég líka að lesa helst tvær bókmenntafræðiskruddur á norsku, sem engum hefur dottið í hug að þýða þó þær hafi verið kenndar í ÍSLENSKU núna í örugglega hálfa öld.
Ég setti að gamni inn gátu, þetta er hin skemmtilega spurning: Why is a raven like a writing desk, sem er í Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll. Þar sem svarið við gátunni var ekki gefið upp í bókinni hefur fólk síðan keppst við að finna a.m.k. semilógískt svar, og ég fann nokkur þeirra. Svo má kjósa um hvaða svar er best.
sunnudagur, desember 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli