miðvikudagur, desember 03, 2003

Lenti í olíumengunarslysi í dag. Opnaði ísskápinn og fann matarolíuflöskuna á hliðinni með tappann af. Hafði ekki olían lekið niður á allt sem fyrir nðan var, hillur og hólf, niður á gólf og það sem verst (ógeðslegast) var: allt grænmetið. Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að setjast við skrifborðið og fara að lesa Íslendingabók, en var í staðinn næsta klukkutímann að þrífa olíu úr ísskápnum, gólfinu og öllum hlutunum inní ísskápnum. Þeir sem hafa prófað það vita að það er ekki það auðveldasta, og þó ég hafi gert mitt besta er ísskápurinn allur frekar sleipur og mér finnst ég sjálf vera löðrandi í olíu... ehhhww.

Hér eru nokkrir guttar sem hata ekki olíuna:




Ég tók próf á femin.is og komst að því að ég er nokkuð tilbúin til að hætta að reykja. Þá verð ég bara að drífa mig að byrja!

Þú ert aðeins farin að spá í að hætta!

Sú staðreynd að þó tókst þetta próf eru frábærar fréttir. Það þýðir að þú ert farin að hugsa um að hætta á endanum. Mundu bara, það er aldrei of seint að hætta reykja. Sérfræðingar sem vinna með fólki sem er að hætta reykja vilja meina að þú ert líklegust til að hætta, ef þú gerir það fyrir sjálfa þig og þína heilsu. Gangi þér vel.


Engin ummæli: