miðvikudagur, desember 03, 2003

Maður skilur dróttkvæðin miklu betur þegar maður prófar að semja eitt sjálfur:

Les af blöðum lausum
(langar út að ganga)
„fjarðlinna óð fannir“
finn hvað merkir kenning.
Pæli stíft og púla,
prófi er von á, grófu.
Þykir nú sem þekki
„þunnísunga Gunni“

skýringar á kenningum:fjarðlinnir= fjörður + linnir (ormar) = ormar fjarðarins - fiskar
þunnísunga Gunnur= kona

Engin ummæli: