þriðjudagur, desember 09, 2003

Var að læra nýtt orð: sérstaklingur. Það kemur fyrir í einni skilgreiningunni á textatengslum (sem er reyndar annað orð sem ég var að læra): „sömu sérstaklingar koma fyrir í fleiri en einum hugsanlegum heimi“. Það segir sig svo sem nokkurn veginn sjálft, einhver ákveðinn einstaklingur, t.d. Jesús Kristur, Bjarni Ólafs, Leonardo diCaprio... (hehe, tókst að koma þessum mönnum í eina og sömu setninguna)

Svona er tungumálið okkar skemmtilegt.

Engin ummæli: