Einhver hefur kannski tekið eftir að ég blogga óvenju mikið þessa dagana, á meðan allir aðrir eru svo að segja í bloggpásu. En það er nú bara svo auðvelt að teygja sig í tölvuna og skrifa smá þegar maður á að vera að lesa um gagnrýna hugsun og spillingu tungumálsins. Þetta verður ekki svona slæmt í næstu prófum (ég er lítill heimspekingur), þegar ég byrja að takast á við beygingar-og orðmyndunarfræðina - namminamm. Það er svo ótalmargt sem mig langar að gera núna annað ena að lesa heimspeki, til dæmis að stytta nýju buxurnar mínar, finna flug í Búdapest fyrstu nóttina (fann loksins flug) og klára f**ing lopapeysuna hans Steina. Ég var að skoða síðuna sem ég pantaði flugið á núna áðan, og sá að ég má greinilega ekki prjóna í flugvélinni, hvað þá fá flís! (ég braut þetta nú þegar við fulgum á Roskilde 2002, þar prjónaði ég eins og óð í háloftunum)
En þetta er merkilegur listi:
At the airport – hand luggage
Airport security has increased and there are certain precautions we advise you take to ensure you comply with revised rules and regulations. It is important that you don't pack any of the following items in your hand luggage under any circumstances:s
Toy/replica guns (metal or plastic)
Catapults
Household cutlery
Knives with blades of any length
Razor blade
Tools
Scissors
Tweezers
Hypodermic needles (unless required for medical reasons)
Knitting needles
Darts
Sporting bats
Billboards or pool cues
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli