fimmtudagur, apríl 08, 2004

Ég vil þakka öllum hlý orð í garð Toyotunnar. Ég fékk kökk í hálsinn og táraðist við lesturinn. Þessa dagana er helst í fréttum að ég er á leiðinni á hátíð sem kennd er við Hróarskeldu. Með í för verður minn ektamaki, Grumpy old men og Þura. Skiljið eftir ykkur línu ef þið eruð fleiri þarna úti sem ætlið!!

[reiðiblogg hefst]
Amma mín móðgaði mig í gær. Það var alls ekki viljandi, en ég varð nú samt soldið fúl. Amma mín er nefnilega algjör Pollíanna og vill alltaf gera gott úr öllu. Til dæmis þegar hún þurfti að fara í nýrnauppskurð og ég heimsótti hana á spítalann þakkaði hún fyrir að hafa nú alltaf verið heilsuhraust hingað til. En ég fór í heimsókn til afa og ömmu í gær og var að rekja fyrir þeima harmsöguna með bílinn, og þá fer amma af stað: "Já en það var nú gott að það slasaðist enginn!" Já en það var gott það er nú að koma vor og svona" OG SVO: "Það var nú gott að hann Steini var að keyra þegar þetta gerðist, þú hefðir nú kannski ekki ráðið við þetta, þú ert nú ekki jafn vön kannski" (AAARRRRGGGGG) Í þetta eina sinn hef ég virkilega viljað öskra á ömmu. ÉG er búin að keyra bílinn í TVÖ ár, STEINI í EITT. ÉG er búin að vera með bílpróf MIKLU lengur og hún getur sko ekki sagt að hann sé VANARI BÍLSTJÓRI! En ég veit að hún meinti bara gott með þessu, og að þetta er bara í takt við hennar kynslóð að hugsa svona. Af því Steini er strákur þá á hann að vera betri og vanari bílstjóri! Ég veit alveg að Steini er ekkert lélegri bílstjóri en ég en hann er ekkert endilega betri af því hann er strákur!! Onei. En svona getur kynslóðabilið orðið heilt kynslóðaGAP. En þetta er nú allt að breytast, amma fékk til dæmis ekki bílpróf fyrr en hún varð fimmtug, núna fara stelpur helst á 17 ára afmælisdaginn í prófið.
[reiðibloggi lýkur]

Jæja, besta að lækka aðeins rostann í sér. Nú er ég að bíða eftir pabba, hann ætlar að ná í mig og flytja mig í sveitasæluna. Steini kemur svo á morgun, og mér skilst að okkar bíði tvö risa páskaegg!

Ég mæli með 101 Reykjavík í uppsetningu Stúdentaleikhússins! Magnaður skítur.

Gleðilega páska

uff

Engin ummæli: