fimmtudagur, apríl 29, 2004

Svanhvít: Ofurljóska í einn dag

(Svanhvít fer til ljósmyndara til að láta taka af sér passamyndir. Konan þarf að taka tvisvar myndir, því Svanhvíti tókst að blikka á annarri. Þegar Svanhvít fær myndirnar í hendurnar sér hún að konan gerir sig tilbúna að henda aukamyndunum tveimur. Hún hugsar að hún gæti nú spurt hvort hún mætti ekki eiga þær, þó þær væru nú ekkert ofboðslega góðar.)
Svanhvít Ofurljóska: Má ég kannski eiga þessar myndir?
Ljósmyndarakona: Ja, við erum nú vön að selja þær.
Svanhvít Ofurljóska: Ha? Til hvers?
Ljósmyndarakona (hissa): Ja... bara til að halda fyrirtækinu gangandi.....þetta eru dýrar filmur og svona...
Svanhvít Ofurljóska: Já en, ég meina, hvað á fólk eiginlega að gera við myndirnar?
Ljósmyndarakona (enn meira hissa): Ha??
Svanhvít Ofurljóska: Já, hver vill svosem kaupa einhverja lélega mynd af mér??
Ljósmyndarakona: Já nei, þú myndir þá kaupa hana....
Svanhvít Ofurljóska: (sekkur í gegnum gólfið af aulaskap sínum)

Ég var í stutta stund farin að ímynda mér menn sem koma og kaupa gamlar passamyndir af fólki og hengir þær upp á vegg í litlu herbergi... Nei Svanhvít, ekki vera svona glær!

Ég held þá bara áfram að blogga eftir fínar hvatningar í síðustu kommentum.. hvort sem ég hef eitthvað um að tala eða ekki..... og hvort sem ég fell á prófunum eða ekki!!!

P.s. ég stytti buxurnar kvöldið fyrir fíluprófið. Ég GAT bara ekki horft á þær svona hræðilega óstyttar. Síðan skammaðist ég mín allt kvöldið fyrir að hafa gert það :) En fílan fór vel, að ég held, "nú þarf ég aldrei aftur að vera í fílu"... eh.. ofnotaður brandari síðasta sólarhringinn..

Engin ummæli: