Á morgun er próf hjá mér í fílunni. Fílan er ævafornt námskeið í heimspekideild sem hefur verið kennt lengur en elstu menn muna og það heitir upprunalega því virðulega nafni Heimspekileg forspjallsvísindi. Nú á ég að vera að læra fyrir fíluna. En í staðinn setti ég orðið "fílan" inn á google og komst að því að fílan er ekki bara fílan, fílan er líka Westlife-meðlimur... og ekki óhuggulegur:
Shane Filan er mikið gæðablóð. Í frítíma sínumfinnst honum gaman að bjarga munaðarlausum krákuungum og lesa heimspeki.
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli