Líf eftir bíl. 1. þáttur.
Ég fékk mér strætókortið hið gula í gær. Það er stórt skref. Þar með er ég búin að játa það að bíllinn er farinn og kemur ekki aftur
(reyndar er hann núna líklega orðinn að litlum járnkubbi sem pabbi segir að sé sendur með skipi til Nýja-Sjálands eða whatnot. En ég vil helst ekki hugsa um það).
Eitt get ég þó ekki gert ennþá, og það er að taka bíllykilinn af lyklakippunni. Það er laaangt í það.
(ég tók 7 strætóa í gær og 6 í dag. Á einhver bíl til að gefa mér?)
En ég fæ ekkert voðalega mikla vorkunn því ég yrði ekki mikið á landinu í sumar til að keyra bíl hvort eð er hefði ég einn slíkan!
Og já, þetta er skólinn sem ég ætla verð víst í allan ágústmánuð. Hann er í borginni Szeged sem ég kann ekki einu sinni að bera fram.
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli