miðvikudagur, apríl 14, 2004

Óráðsíublogg

"Az adatokat folyamatosan töltjük fel, az esetleges hibák, hiányosságok megszűntetéséig szíves türelmüket kérjük!" - eftir sumarið get ég kannski sagt ykkur hvað þetta þýðir!

Hver hefði trúað þessu! Svanhvít er á leiðinni til UNGVERJALANDS

Tja, ég var bara að kíkja á póstinn minn áðan og sá þennan líka fína póst:

"Stirkir til Ungversku í Ungverjalandi.

Okkur í Félagi Ísland Ungverjaland höfum mikla ánægju af að tilkynna þér að þú hefur
verið valin úr hópi umsækjanda sem styrkþegi sumarið 2004 til að fara til
Ungverjalands."


Það borgar sig að lesa moggann... þar er alltaf verið að auglýsa eftir umsækjendum um styrki, maður sækir um, og svo fær maður styrk eða maður fær hann ekki... og í þetta skipti fékk ég hann! Nú er bara að finna skóla og ákveða hvort ég ætla að vera í 2 eða 4 vikur (all expenses paid+vasapeningur, ég þarf að borga flug). hvað á ég að gera. Ef ég fer í 4 vikur missi ég af brúðkaupinu hennar Fjólu, sem er hræðilegt, en ef ég er í 2 vikur læri ég nú ekki neitt voðalega mikið. Hjálpið mér nú!

En eitt er á hreinu, ég ætla að fara, og enginn getur stoppað mig.

Áfangastaðir mínir utanlands í sumar eru ss:

Slóvenía 19.-26.maí
Danmörk 28. júní -5 júlí
Ungverjaland x. ágúst -x- ágúst

=(Engir peningar í lok sumars + mögnuð lífsreynsla)

Stundum er gaman að lifa.






Engin ummæli: