Ég er, án þess að ýkja nokkurn skapaðan hlut, alveg að fara að kasta upp yfir lyklaborðið, mér er virkilega óglatt. Ég var að lesa trúmálaumræðu Innherja og skil bara alls ekki viðhorfin sem koma þarna fram, það er of mikið þegar fólk fagnar glæsilegum sigri í Falluja og þakkar guði fyrir að Bush hafi verið endurvalinn. (sbr. þráðinn Bush er í sigurliðinu með Jesú)
Það er svo auðvelt að lokast inni í einhverjum trúarheimi og neita að taka við rökum á þeim forsendum að þeir sem flytja þau séu andsetnir af djöflinum. Þannig er hægt að afneita öllu sem sagt er, þannig getur fólk lifað í sínum eigin heimi, án þess að þurfa að taka mark á fólki sem segir að þessi "sigur" hafi ekki verið svo glæsilegur eftir sem áður, eða þá stríðið yfir höfuð. Til dæmis stóð í Fréttablaðinu í vikunni að nú sé talið að í Írak séu nú um 400.000 vannærð börn, eða helmingi fleiri en áður en Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hvenær hættir fórnarkostnaður að vera fórnarkostnaður? Það er auðvelt að skipa sér í "sigurlið með Jesú" þegar maður neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir.
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli