Það mætti halda að ég hafi sagt við sjálfa mig í morgun eins og hann Láki litli úr smábarnabókinni: Í dag ætla ég að vera reglulega vond, og gera aðeins það sem er ljótt. Þegar ég hugsa til baka stóð ég að minnsta kosti við það
Í dag:
-braut ég öll lög um löglega ljósritun
-skrópaði ég í latínu
-stalst ég til að nota orgelið í Skálholtskirkju
-svindlaði mér og 3 öðrum (varnarlausum útlendingum og fötluðum) inn á safnið í Skálholtskirkju.
-keyrði ég of hratt
-keyrði ég á mús (a.m.k. kom hún ekki undan bílnum hinumegin)
-keyrði bílinn hans Benna upp Kambana þannig að gírkassinn gaf sig alveg þegar við vorum komin upp. (það var reyndar ekki mér að kenna, en kom ekki vel út fyrir mig)
-sló ég Mögdu utanundir.
Það síðasta var nú líklega það versta, að ég sló mína kæru Mögdu, meðleigjandann minn! Ég hef aldrei slegið neinn viljandi áður, en það kom bara eitthvað yfir mig, hún sat þarna og kvartaði yfir að það væri henni að kenna að bíllin er bilaður... hún var ekki einu sinni með, og það var ég sem hafði verið að keyra! Hvernig GAT það verið henni að kenna? Ég var greinilega orðin meira pirruð en ég hélt, hendurnar tóku einhvern veginn af mér völdin og þær slógu Mögdu létt á kinnarnar, ekki fast, en málið er bara að ég missti algerlega stjórn á þeim. Aumingja Magda var auðvitað steinhissa, og svolítið reið, en ég er ekki frá því að hún hafi haft pínulítið gott af því, hún var í einhverju móðursýkiskasti, og það dregur mann svo mikið niður þegar einhver brýtur sjálfan sig svona niður. Hún er alveg búin að fyrirgefa mér það núna, henni finnst það aðallega bar fyndið núna. Ég ætla nú samt ekki að láta ofbeldi vera lausn á öllum mínum vandamálum héðan í frá - kannski bara sumum!
En það var líka sorglegt að keyra á mús.
En nú hef ég játað syndir mínar í einn dag, og ef lögreglan og dómsvald kemst á snoðir um þessa síðu fengi ég örugglega stærsta dóminn fyrir að hafa ljósritað ólöglega... að minnsta kosti er það örugglega metið sem verri verknaður en heimilisofbeldi, ef marka má nýjustu dóma um þau mál.
(p.s. Ég fékk svar frá háskólanum á Spáni í gær, 14. febrúar byrja ég í skóla í Alcalá de Henares, háskóla með 23.000 stúdentum. Hlakka til. )
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli