mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég er svo heppin að eiga litla systur sem er feng shui meistari, og nú hefur hún opnað bloggsíðu þar sem hún gefur hverjum sem vill ráð um hvernig best sé að byggja upp heimili sitt. Það er ótrúlegt hvað hún veit um þetta, og það er líka draumi líkast að koma inn í herbergið hennar þar sem fylgt er ströngustu feng shui reglum.

Nú hvet ég alla til að kíkja á síðuna hennar: http://yinogyang.blogspot.com , og leggja fram spurningar uir til dæmis í hvaða átt best sé að hafa rúmið sitt eða hvernig veggirnir eigi að vera á litinn, en líka um minni atriði, eins og í hvaða horni herbergisins fjölskyldumyndir eigi að hanga og hvar sé gott að hafa málm og hvar ekki. Ef einhver sefur illa á nóttunni getur hún ef til vill hjálpað... allt sem ykkur dettur í hug. Hún heitir María Sól og er þrettán ára, og hefur haft nægan tíma til að mennta sig í þessari fornu list í verkfallinu(sem tekur reyndar enda á morgun þegar hún þarf að mæta í skólann.) Það er því hægt að treysta á hana.

http://yinogyang.blogspot.com

Engin ummæli: