Ég er með verklokafælni á háu stigi. Ég á að skila elsku ljóðaritgerðunum mínum á morgun fyrir miðnætti, og það eru engar afsakanir fyrir seinkunum, nema kannski eigin dauðsfall (Á. J.) Ég er búin með aðra, en ég get ekki fengið af mér að klára hina um Guðinn Janus, því ég veit hvað hún er mikið bull og kjaftæði hjá mér. Það er ömurlegt að skrifa fjórar blaðsíður um ljóð sem maður skilur ekki.
Ljóðahorn Svanhvítar - upplestur dagsins er úr ljóðinu Guðnum Janusi eftir Hannes Pétursson
(Með ljóðaupplestrarrödd Helgu Braga)
Búinn tveimur andlitum á ég mér líf
sem engum tekst að skyggna til grunns né kanna
sífellt jafn nýtt og auðugt, engum manna
engum guða; tveimur - en ég klýf
ekki heiminn í gagnstæður. Hér, þar sem ég dvel
að hálfu skýldur bústað er menn sér gjörðu
að hálfu fenginn himni, vindum og jörðu
held ég þráðunum saman í einn: ég fel
í næmri vitund einingu alls þess er fjögur
augu mín skoða: náttúru, hluti og menn.
Það streymir til mín, sameining sönn og fögur.
Um skynjan mína fellur hin hljóða, en hraða
hrynjandi þess sem er til. Berst mér í senn,
einum kliði, hrynjandi stundar og staða.
Takk fyrir.
fimmtudagur, október 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli