Mér blöskraði aldeilis í gær.
Ég var í HagkaupUM ('Hagkaup' er fleirtöluorð!) og þar sá ég í einum af fínu kæliskápunum fínan plastbakka frá 'Hollt og gott', sem innihélt niðursneiddan LAUK! Hægt var að fá venjulegan og rauðlauk, magnið var ekki meira en einn laukur, sneiddur. Herlegheitin (tæpur laukur) kostuðu svo 269 krónur. Verðið á lauk í föstu formi er rúmlega 60 krónur per kíló. Enda er það alþekkt staðreynd að laukur er ein ódýrasta matvara sem völ er á á Íslandi. En nú á greinilega að græða á hégómagirnd þeirra sem vilja frekar borga 269 krónur fyrir laukinn sinn sneiddan heldur en 20 krónur eða hvað það er sem að eitt stykki laukur kostar.
Ég hafði orð á þessu við Steina sem benti svo sniðuglega á að vissulega fella flestir tár þegar þeir skera lauk, og gengi ekki markaðshyggjan útá að láta mann kaupa hluti sem maður þarf ekki til að koma í veg fyrir grát?
Nóg komið um lauk.
þriðjudagur, október 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli