föstudagur, október 03, 2003
Í gær fékk ég tvo nýja hluti. Ég fékk saumavél og stöðumælasekt. Stöðumælasektin var töluvert verri fengur en hin fyrrnefnda, en ég kenni aikidofélaga mínum um þar sem ég þurfti endilega að rekast á hann á förnum vegi og elta hann inn á delann þar sem ég þurfti að kaupa handa honum pizzu af því hann var svo fátækur að eiga bara einn 5000 króna seðil. Mömmu minni þakka ég hins vegar fyrir saumavélina. Hún er sænsk og heitir Emma og hún getur allt. Ég held ég ætli að taka hana með í skólann og taka glósur á hana. Ég á örugglega ekki eftir að sjást mikið utandyra á næstunni þar sem ég verð líklega lokuð inni í litlu herbergi með títuprjóna í munnvikunum og saumavélarnið í eyrunum. Þið sjáið mig örugglega næst í misvel saumuðum fötum úr ódýrum efnum, skimandi eftir gömlum flíkum til að bæta og laga. Núna ætla ég einmitt í leiðangur að kaupa mér ýmsa aukahluti sem hver saumakona verður að eiga, málband, krít, tauskæri, títuprjóna, tvinna, EFNI (alltof dýr á Íslandi), góða tónlist, súkkulaði og sprettuhníf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli