föstudagur, október 03, 2003

Hvernig á maður svosem að byrja svona blogg? Á ég að kynna mig fyrir netbúum, segja allt um aldur og fyrri störf og ástæður mínar fyrir því af hverju ég vil endilega vera að deila öllum mínum sorgum og gleði með heiminum?

Ég get gert það...

Ég heiti Svanhvít og er tvítug þegar þetta er ritað og ég legg stund á íslenskunám við hinn háa skóla. Vinnuálagið þar er þó ekki meira en svo að ég hangi meirihlutann af deginum ein heima, við prjónaskap (já þú ert svona myndarstúlka), lestur (gott og blessað) eða (sem mér þykir hvimleiðast), svefn. Til að sporna við algerum heiladauða lungann úr deginum ákvað ég því að byrja að blogga eins og að því er virðist allflestir vinir mínir.

Ég er semsagt að blogga af því mér leiðist. Punktur. Kosturinn er að enginn þarf að lesa það sem ég skrifa því ég hef ekki einu sinni ætlað mér að gera þetta opinbert strax. Síðan sjáum við hvort ég drep mig úr leiðindum áður en ég get farið að drepa aðra úr tjáðum leiðindum.

Engin ummæli: