Ég er nú meiri svolinn. Í gær fór ég í óvissuferð með Mími félagi stúdenta í íslenskum fræðum, á söguslóðir nokkurra íslenskra bókmenntaverka frá 20 öld. Óvissustuðullinn í ferðinni var mjög hár, svo að á tímabili vissi enginn í rútunni hvert við værum að fara, Þ.e. við villtumst... Fyrsta bjórinn fengum við í hendurnar þegar við lögðum af stað klukkan 11, og síðan var innbyrt þvílíkt magn að mér leið eins og versta róna. Ég var líka svo heppin að fá yfir buxurnar mínar all kyns drykkjarföng, kók, bjór, aftur bjór og svo eitthvað ávaxtavín.. Ég var því vel marineruð og angaði örugglega vel.
Haldið var á slóðir skáldsagnanna Tímaþjófsins og Mýrinnar, og æskuslóðir Guðbergs Bergssonar kannaðar. En umfram allt var stoppað á öllum ESSO bensÃnstÃðvum sem fundust og salernisaðstaðan könnuð. Einnig vættum við margan móann hlandi og skreyttum sígarettustubbum. Það var frekar fyndið að sjá fullt af stelpum með rassana út í loftið að pissa úti í hrauni. Eitthvað sem ég gleymi ekki í bráð.
Endað var á því að grilla í Heiðmörk (þar sem rútubílstjórinn rataði ekki í Herdísarvík) og þar hittum við fyrir gæsahóp að snæða nesti. Gunnari formanni fannst það sniðugt að bera sig soldið við þær, fannst þær líklegat vanta strippara eins og tíðkast þegar gæsir koma samam. Taka má fram að þetta voru gæsir í yfirfærðri merkingu.
Seinna um daginn fórum við öll í eftirpartí (eftirpartí klukkan 18.00???) til Einars stjórnarlims. Þar rétt töpuðum ég og Gunnar og Jón Gestur fyrir breinunum Gunnhildi, Einari, Óla og Katli í því ágæta spili Gettu betur.
Hafandi lofað að mæta í exclusive drykkju og Soul Calibur partí hjá Svenna rölti ég mér út á Skeljagranda og hitti þar fyrir vini mína ofurölvi, sem var einstaklega ánægjulegt, því þá tóku þau ekki jafnvel eftir mínu frekar sorglega ástandi…
Þessi dagur var bara ánægjulegur í alla staði, utan kommentið á brjóstin á mér sem lét mér líða eins og verstu glyðru...! Hann Árni vinur okkar allra benti mér vinsamlegast á að vera ekki með brjóstin svona framan í sér, hann gæti bara ekki annað en snert þau.... Að vísu lét hann ekki til skarar skríða í þetta sinn, þar sem ég rétt náði að kippa þeim úr augsýn, en mér fannst þetta heldur skrýtin ábending, miðað við að ég var ekki einu sinni í flegnum bol…
Já, mannkindin er misjöfn...
þriðjudagur, október 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli