þriðjudagur, október 28, 2003

síðan ég bloggaði síðast er ég búin að...

...fara á aikidoæfingu hjá japönskum meistara
...fara á árshátíð 10/11.
...hitta þar stelpu sem borðar ekki grænmeti
...sjá framkvæmdarstjóra Baugs drekka rammáfengan ógeðsdrykk í boði Audda kynþokkafulla og Sveppa fjölmiðlamanns og leika svo Elvis á eftir
...gista á Hótel Örk
...komast að því að einn Svali á míníbarnum á Hótel Örk kostar 300 krónur
...elda fisk í ofni í fyrsta sinn á ævinni
...læra fullt um máltöku barna
...komast að því að í hnénu er staður sem hægt er að pota í og þá fær viðkomandi niðurgang eftir nokkra daga...
...vera að drepast í hnénu (ekki þess vegna samt:)
...gefa norðurkjallararottum flístyppi fyrir typpasjóðinn sem við söfnuðum síðasta vetur
...vanrækja það að laga kommentakerfið á síðunni
...sauma peysu og fara svo á saumavélanámskeið og sjá hvernig ég hefði átt að sauma hana...
...fá bréf út af ógreiddri stöðumælasekt
...prófa báða mexíkósku staðina (Culiacan og Serrano) en hvorugan beyglustaðinn
...fara í gegnum plötusafnið hjá pabba og mömmu og finna margan gullmolann
...prjóna 2 pör af vettlingum
...sofa
...borða


Svona gerir maður nú margt um dagana

Engin ummæli: