föstudagur, febrúar 11, 2005

10. febrero.
Ég fór til Madrid í gær, það var ekki mikið mál, og það kostar minna en strætómiði í Reykjavík. Ég var auðvitað bara ein, sem hafði auðvitað bæði með sér kosti og ókosti, ég heimsótti konungshöllina og gekk þar um alla salina. Reyndar hringdi pabbi í´mig þegar ég var á leiðinni í gegnum svaka öryggishlið til að komast inn í höllina, oghann sagði mér að það hefði verið sprenging í Madrid sama dag.. þá var ég bara ánægð með alla öryggisgæsluna þarna í höllinni. Ég fór svo á kebabstað og þar sá ég fre´ttirnar, það var auðvitað ekki talað um annað, og sprengingin var reyndar ekki svo langt frá þar sem ég hafði verið.. Svo hélt ég bara áfram að ganga um og skoða Madrid, hún er ekki jafn hræðileg og allir sögðu þegar ég var í Salamanca. En ég er samt fegin að vera aðeins út úr Madrir, hér í Alcalá. Hér er alveg samfélag og kúltúr út af fyrir sig.

Skólinn á samt eftir að vera erfiður, það er alveg á hreinu. Púff.

Engin ummæli: