sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég erkomin til Köben. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tímann verið svona þreytt, ég svaf ekkert í nótt og lítið nóttina þar áður, og ég er með hita. En hingað er ég komin, sit á Karen Blixen Cafe og borða samloku með hlussu mozarellaoststykki á milli. Í Keflavík þurfti ég auðvitað að borga yfirvigt, 4700 kr., og konan þar hótaði mér að handfarangurinn minn væri alltof stór. Ég komst þó í gegn og svaf (illa,eins og ég geri alltaf í flugvélum) alla leiðina. Þegar ég kom á Kastrup komst ég að því að ég gat tékkað strax inn hjá maersk. Ég fann strax maersk púltið og það var bara einn fyrir framan mig. En það var víst of auðvelt til að vera satt, því konan við það púlt gat með engu móti innritað mig, og hún og önnur stóðu í 10 mínútur að reyna að skilja af hverju ég komst ekki í gegn. Komust að því fyrir rest að maersk er með samning við iberiu, annað flugfélag, svo ég þurfti að fara í terminal 2, þar sem ég er nú. Hér get ég auðvitað ekki tékkað inn strax, svo ég sit hér með ca 45 kíló af eigum mínum og þori ekki að líta af þeim. Ég tími ekki að fara á netið, svo þetta blogg bíður betri tíma og ókeypis nets.
Maðurinn sem afgreiddi mig var mjög imponeraður yfir að e´g talaði dönsku, það hefur hann næstum aldrei séð, sagði hann. Hann var þó miklu meira hrifinn af debetkortinu mínu, hann sagði að það væri eitthvað alveg sérstakt við þessi íslensku kort,þau virka þar sem þau eiga alls ekki að geta virkað.

Þar sem ég na´ði í farangurinn voru nokkur hundruð Sádí-Arabar, allir í kyrtlum og með slæður. Ég hitti Ölmu úr MH, hún sagðist hafa séð stefna í fjölskylduslagsmál út af farangri hjá einhverri fjölskyldunni, svo það þurfti flugmann til að skakka leikinn. Svo þegar ég gekk út með allan farangurinn tóku á móti mér svona 1000 Sádi-Arabar í viðbót, greinilegt að þeir voru annaðhvort að taka á móti ættingjum í heimsókn eða til að flytja til Danmerkur. Það var að minnsta kosti mikið um dýrðir, blómakransar, gleði og gaman.

Nú ætla ég aftur að reyna að innrita mig, sjáum hvað e´g þarf að borga núna í yfirvigt, ég græt bara smá og segist vera fátækur námsmaður á leiðinni í nám (eins og ég gerði í Leifsstöð en tókst ekki). Yfir og út.


[nýjustu upplýsingar]

Nú er ég komin á netið, pungaði út 40 dkr til að finna símanúmerið hjá duenjunni minni henni Reginu. Ég þurfti EKKI að borga yfirvigt,gerði mig bara voðalega aumingjalega og sagðist vera að flytja. Gaurinn aumkaði sig yfir mér og sagði "hvis du ikke siger noget... så.." og svo gerði hann uss-merki.

Af hverju er ég ekki bara að fara að læra dönsku, ég get talað hana ágætlega, ég væri í góðum málum! Það verður svo erfitt að byrja að tala á spænsku, ég er farin að hugsa allt á dönsku þegar ég reyni að hugsa á útlensku. En ég fer nú ekki alltaf auðveldustu leiðina, ég þarf alltaf að gera mér erfitt fyrir.. og nú er ég að hugsa um að fara á ungverskunámskeið í Madrid, svo ég verði í stuði ef ég fer til Ungverjalands aftur að læra þar.

Úff.

Þetta er nú meiri vitleysan.. líklega nennir nú enginn að lesa þetta bull, en ég hef EKKERT betra að gera, ég þarf að hanga hér á Kastrup í 3 tíma.

Ég bið þá bara að heilsa,held ég reyni að leggja mig.

Farvel

Engin ummæli: