miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ég hélt ad ég vaeri ordin ruglud thegar ég vaknadi í morgun og leit út um gluggann og sá thetta

Allt hvítt. Ég er sammála Hlíf, ég held ad vid hofum verid sendar á Svalbarda, thetta er mjog dularfullt! Fullt af kennurum og nemendum komust ekki í skólann í dag út af snjónum - sem á okkar maelikvarda er nú ekkert nema smá fonn sem madur skefur af bílnum med annari hendi. Hér er thad soldid annad!

Ég fór á sunnudaginn á tónleika med hljómsveitinni Kilopapa, funk-jazz spiladur af gomlum spaenskum hippum med sítt hár og tverflautu, mjog gaman. Í kvold fara Rassmusarnir út ad borda á Pollo de Alcalá, thar sem adeins er haegt ad fá pollo (kjúkling) Á morgun er víst onnur fiesta á sama stad hjá kórmedlimum, einn gaurinn thar var mjog áhugasamur um ad ég kaemi og fékk hjá mér email og síma, sjáum til.

Annars er thetta ord, fiesta, alveg frabaert. Thad er haegt ad nota thad um allar típur af gledskap, hvort sem thad er gotuhátíd, ball, partí, veisla, matarbod, skrúdganga eda eitthvad annad.

Ég aetla ad fara á margar fiestur naestu mánudi.

Búin ad skrá mig í ferd til Salamanca gomlu gódu, 11-13 mars. thad verdur gaman, ég aetla ad heimsaekja skólann minn, og alla hina stadina, og fá mér ís á Plaza Mayor, sama hvernig vedrar.

Svo er spurningin med Ibiza, thad er ferd thangad í maí. Púff, ekki viss um ad mig langi í thad lastabaeli...

Jaeja, nú aetla ég ad osla snjóinn á leidinni heim til mín. (ps regnhlífar er líka haegt ad nota sem snjóhlífar, thetta fattadi ég fyrst í dag, eitthvad sem á íslandi er frekar ómogulegt)

Engin ummæli: