föstudagur, febrúar 11, 2005

8° febrero

Nú er ég búin að ganga um í allan dag og kynnast bænum betur. Þetta er sætasti bær, en ekkert voðalega margt að sjá, kannski. En það er allt í lagi, því að það er stutt í Madrid, og ég er einmitt að hugsa um að fara þangað á morgun og skoða mig um.


Þar sem Alcalá ernú einu sinnifæðingarbær Cerbantes erfólk hérna með hann á heilanum. Það er líka sérstaklega slæmt í ár, því það er eitthvað afmælisár hjá kallinum. Þann 23. apríl á hann nefnilega afmæli, eins og margir aðrir góðir, Shakespeare, Laxness og Magnúsdóttir (Elín Ingibjörg). Þá á ég örugglega eftir að óverdósa alveg á grey Cervantes..sérstaklega ef ég tek kúrsinn sem mér var sagt frá í dag, "el tiempo de Cervantes" sem fjallar um samtíma Cervantes. Kennarinn er víst klikkaður, en hvenær var það eitthvað slæmt? En áfram um Cervantes. Í dag fór ég á myndlistarsýningu í gamalli kapellu á ...jú Plaza de Cervantes, aðaltorginu, og þar var ekkert annað en andlitsmyndir af Cervantes og Don Quijote. Og ég meina svona u.þ.b. 100 myndir af þeim til skiptis, allt málað af sama manninum. Á síðasta ári. Hér er líka allt fullt af götum, torgum og húsum tileinkað Cervantes, og auðvitað alls kyns búðir, til dæmis sá ég í dag "Gleraugnabúð Cervantes". ´

Ætli ég þurfi víst ekki að lesa þessa blessuðu bók áður en önnin er úti...


Svo er auðvitað karnival þessa dagana á Spáni, og í dag sá ég skrúðgöngu alls kyns ellilífeyrisþega í skógardísa, skordýra og mínu músar-búningum, að ógleymdum Don kíkóta með vinum sínum vindmyllunum, Sancho Panza og Dulcineu. Svo kom grenjandi rigning svo að allir búningarnir rennblotnuðu, aðeinsjapönsku geisjurnar voru svo heppnar að hafa með sér pappasólhlífar sem skýldu þeim frá verstu bleytunni. Sumir litu svolítið sorglega út, eins og konurnar sem voru klæddar eins og lampaskermar (hvað var það nú eiginlega?) og Mínurnar, með málninguna klessta út um allt andlit. En þetta var skemmtilegt, og svo voruveitt verðlaun fyrir bestu búningana og bestu atriðin. Það voru gamlar kellingar í maríuhænubúningum sem unnu, og fengu í verðlaun styttu af..... auðvitað Don Quijote.

Ég var að koma úr bíói, fór að sjá franska mynd sem heitir Los chicos del coro. Hún var mjög skemmtileg, en ég elska líka svona myndir þar sem kennari með háleitar hugmyndir kemur inn í skóla þar sem allt er í rugli og hann breytir öllu, helst með kórstarfi, eins og hér. Svona myndir eins og Dangerous Minds, Sister Act II og fleiri.

Ég keypti mér trefil í dag. Og úr. Það er frekar kalt hérna, eins ogég hafði ímyndað mér - hver hlær núna, þið sem gerðuð grín að mér fyrir aðtaka með mér ullarsokka! Ég sé bara eftir að hafa ekki komið með betri yfirhöfn.

Jæja, þetta er nóg í dag, ég ætla að fara að reyna að lesa einhverja af bókunum sem Vicente lánaði mér.

Engin ummæli: