fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Haegt og haegt er ég ad breytast í evrópskan háskólastúdent (nei, thad er ekki thad sama og ad vera íslenskur háskólastúdent). Ég drekk kranavatn, elda med gasi, borda mozarella oná baguette, kyssi alltaf tvisvar, geng med kleenex-pakka á mér hvert sem ég fer og er meira ad segja farin ad snýta mér á almannafaeri (ónei, oll vígi fallin!) Brádum fae ég mér gat í nefid og lita hárid á mér í óskilgreindum raudum lit...

En sumt breytist tó ekki, ég fór í gaer í garnbúdina í húsinu vid hlidina og keypti mér garn og prjóna (med látbragdi, nú veit ég ad teir heita ujas) til ad prjóna mér vettlinga. Vettlingarnir voru nefnilega tad sídasta sem ég henti úr ferdatoskunni tegar ég var ad *hm* endurskipuleggja í toskuna mína sem var ordin heldur tung. En neydin kennir naktri konu ad spinna, tad er nefnilega skítkalt hérna, og ég er ekki med neitt of mikid af hlýjum fotum.
Ég er líka byrjud í háskólakórnum, tad er aefing í kvold, og eftir tad fiesta med hinum rassmusunum. Tetta er ágaetis kór, ég hlustadi á tau á sídustu aefingu, og eftir aefinguna komu bókstaflega allir bassarnir og tenórarnir og kysstu mig ad spaenskum sid, mjog gaman. Annars finnast mér allir tessir kossar soldid yfirthyrmandi, madur kyssir alla, líka tá sem madur tekkir ekki neitt, og tad tekur heví langan tíma tegar tad eru kannski 10 manns og allir turfa ad kyssa alla... tad eru, hvad, 100 kossar?

Nú kemst ég á netid úr skólatolvunum, tad er betra en helv. netkaffihúsid sem ég hef farid á hingad til, tetta er eiginlega frekar leikjasalur fyrir smástráka, og ordafordi teirra samanstendur held ég af tveimur ordum, 'joder' og 'coño'. Nú er ég laus vid tad. Ég var í tíma í Linguistica del texto, eda 'Málvísindum textans' og er á leidinni í 'Lengua española'. Ég er líka í kúrs sem heitir El tiempo de Cervantes, hann er mjog spennandi, eins konar stúdía á árunum 1548-1616, mér finnst tad líka eiginlega skylda ad taka kúrs um kallinn, fyrst madur er nú í tessum bae. Og líka af tví ég haetti vid ad taka Literatura española, adallega af tví ad tar tarf ad lesa 30 baekur, margar á fornspaensku, th.á.m Don Quijote, en líka af tví kennarinn býdur ekki af sér gódan thokka, talar á 270 km hrada og borar í eyrad á sér og bordar úr tví á medan hann heldur fyrirlestra. Frekar ógedslegt.

Jaeja, tettar er nóg í bili, hér er adressan mín ef einhver vill senda mér bréf eda kort, til daemis med kollum á naerbuxunum (Thura!)

Travesía del Val nº1, 4A
28804 Alcalá de Henares (Madrid)
España/Spánn

Engin ummæli: