Hér set ég hugleidingar sídustu daga, ég bara hef ekki komist med tetta á netid fyrr:
7. febrero
Fyrsti dagurinn í Alcalá hefur gengiðeins og í sögu. Þegar ég leit út um gluggann í morgun sá ég tvo lögregluþjóna á gangi á götunni fyrir neðan. Ég pældi ekkert meira í því en svo, að ég hugsaði um það að venjulega sér maður ekki lögregluþjóna á vappi á mánudagsmorgni í Reykjavík. En þegar ég hélt af stað í bæinn sá ég fleiri og fleiri löggur, og sá að eitthvað hlaut vera á seyði. Verið var að loka götum og alls staðar voru löggur með talstöðvar. Þegar ég svo loksins fann háskólann (barafimm mínútna labb,mjög þægilegt) áttaði ég mig loksins á því hvað var að gerast. Þar stóðu fyrir framan aðalháskólabygginguna ca 12 svartir bílar og virðulegir menn í jakkafötum að tala í talstöðvar. Og um það bil 100 manns sem stóð og fylgdist með. Allir störðu á innganginn að háskólanum. Til að staðfesta grunsemdir mínar spurði ég gamla manninn við hliðina á mér hver væri hér á ferð:jú, stóð heima, Zapatero, forsætisráðherra Spánar og (man ekki nafnið), forseti Evrópusambandsins voru í háskólanum í heimsókn. Ég mundi þá að ég fékk fyrir nokkrum dögum póst frá skólanum þar sem mér var boðið á einhverja athöfn með Zapatero og félögum, en var svo upptekin við að hafa áhyggjur af ferðinni að ég steingleymdi því.En þarna stóð ég, og komst auðvitað ekki inn í skólann fyrir öllum bílunum og löggunum, svo ég varð bara að bíða eftir mikilmennunum. Það var áhugavert að hlusta á gömlu kallana sem greinilega höfðu mætt þarna sérstaklega til að sjá forsætisráðherrann sinn. Þeir töluðu um hvað hann væri að gera þarna inni, sögðu : "nú er örugglega verið að bjóða honum jamón ibérico de pata negra" (frægustu skinku Spánar, sem er fá þessum slóðum) og við hverja einustu hreyfingu kölluðu þeir,"mira, mira, nú gerist eitthvað". Svo var ein gamla konan sem kallaði á einn lögregluþjóninn, "Hola, policia guapo"(hæ sæta lögga) og blikkaði hann.
Þegar Zapatero (sem í raun þýðir skósmiður) og hinn kallinn komu svo loksins út var búið að færa bílana þeirra næstum INN í skólann, en þeir stoppuðu í smástund og vinkuðu til fagnandi mannfjöldans. Síðan var allt búið og ég komst inn í skólann. Þetta er auðvitað eldgömul bygging og mjög falleg, og þar fann ég Erasmus skrifstofuna þar sem ég skráði mig. Svo fór ég í Champion, sem er svona Hagkaup, og keypti slatta í matinn, þ.á meðal tortillu de patatas! Por fin!! Það var alls ekkert svo ódýrt að kaupa í matinn, og þýska stelpan segir að verðin séu svipuðog í Þýskalandi. Það gerir Evran...
Fólkið sem ég bý með virkar mjög vel, en það var eitthvað dularfullt við stelpuna sem leigði herbergið mitt á undan mér, hún ætlaði að vera fram í júní,en fór á laugardaginn, og enginn veit af hverju! En hin, Vincente frá Frakklandi og Kristine frá Þýskalandi eru mjög fín. Konan sem leigir mér, Regina, og maðurinn hennar Pedro tóku á móti mér, þau eru svona hjón sem eru ekki sammála um neinn skapaðan hlut. Í gær spurðu þau mig eitthvað um tímamismuninn milli íslands og spánar, og fóru svo að rífast um af hverju það væri tímamismunur á milli landa,eitthvað sem ég skildi ekki helminginn af, og heldur ekki hvernig væri á annað borð hægt að rífast um þetta! Annars gengur ágætlega að skilja spænskuna, mesta furða.
Og já, það var nú þrautin þyngri að komast hingað í gærkvöldi. ég tók leigubíl, af því það hafði mér verið ráðlagt, en bílstjórinn rataði alls ekki, og spurði grínlaust um það bil 15 manns til vegar. Það er MIKIÐ! Svo eftir laaangan tíma tók ég af honum kortið og varð að finna götuna sjálf. Svona menn eiga ekki að keyra leigubíl, hann var álíka óratvís og ég og Steini í Barcelona! Og svo þurfti ég að borga MORÐFJÁR fyrir. En ég ætla ekkert að hugsa um það meira, þetta eru bara peningar, og ég er komin á staðinn í heilu lagi með allt dótið mitt.
föstudagur, febrúar 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli