laugardagur, nóvember 08, 2003

„...Í tilefni af því þá er Svanhvít Lilja bloggari dagsins (svona eins og Sandra er mað Bloggara mánaðarins) á þessari síðu. Útllitið Bloggsíðan hennar er einstaklega flott að útliti og þar sem Svanhvít er íslenskunemi og mikill áhugamaður um íslenska tungu þá er síðan skrifuð á einstaklega góðri og fallegri íslensku.

Þannig að ef þig eruð orðin þreytt á öllum heimsku stafsetningarvillunum mínum eftir að hafa lesið bloggið mitt er um að gera að skella sér bloggið hennar og verða vitni af því hvað hún er með gott vald á íslenskunni.“


Þetta reit hann Orri elskulegi og sýnir best hans alúðlegheit og mannelsku. Hann á samt ekkert með að lasta eigin skrifgetu og ég vil ekki heyra að hann hafi ekki nógu góð tök á íslenskunni. Það er bara bull og fásinna.

Annars er ég að fara í leikhús í kvöld. Það var skyndiákvörðun dagsins. ég þarf víst að skrifa leikhúsgagnrýni fyrir bókmenntafræðina en við máttum bara fara á þau leikrit sem kennaranum hafði þóknast að fara á. Þau voru þrjú. Ég valdi Ríkharð þriðja af því hann er svo vondur.

Engin ummæli: