fimmtudagur, nóvember 27, 2003

FOKKINHEI!
Var búin að blogga fokkin feitan blogg en hann fokkin datt fokkin út!! (hehe, farin að tala eins og þessi ungi maður.

En lítið við því að gera.

Fór á Sjáls Nögu í gær með fríðu föruneyti. Var bara nokkuð sátt, þó leikaravalið hafi ekki alltaf verið mér að skapi, og aðallega er það fast í mér að Gunnar á Hlíðarenda eigi að vera ljóshærður og massaður, en ekki........Hilmir Snær. Það hlýtur að vera einhver annar leikari sem er jafn góður og hann og líkari Gunnari. Njáll ætti að vera eldri, en annars fannst mér Ingvar passa vel í hlutverkið. Hallgerður: góð, Gissur og Geir: frábærir, Skarphéðinn: góður, en of góðlegur. Annars hefur auðvitað hver Íslendingur skoðun á þessum persónum og erfitt að gera öllum til geðs með því að nota einungis leikaraskarann hér á landi.

Bíllinn minn er á leiðinni sjöunda hringinn kringum jörðina núna, já, vinir mínir, í gær varð ég vitni að því að hann keyrði 275.000asta kílómetrann sinn. Það er ekki slæmt... en hann er líka að verða tuttugu ára. Ég og Steini ætlum að halda upp á tvítugsafmælið í janúar, en hann á afmæli þann 19. jan. Þar sem ég á afmæli þann 9. er þá ekki bara tilvalið að skella þeim saman?

Það er kominn nýr ábúandi á Ásvallagötuna. Ég er sigri hrósandi því hann er jafnvel hörundsljósari en ég.... þig getið lesið um hann (og ýmislegt fleira) hér

Síðasti kennsludagur í dag. Fyrsta önnin í háskóla búin. Mér vöknar um augu.....
Bókmenntafræðin var annars ánægjuleg í dag.. lásum leikritið Dómínó eftir Jökul Jakobsson. Það er vægast sagt mjög opið og órætt leikrit. Það var ekkert sagt af viti í öllu leikritinu, hér eru til dæmis tvær persónur að tala um hitann í heitu löndunum:
SOFFÍA: Sest makindalega, kveikir sér í dömuvindli, dreypir á glasinu. Segðu okkur eitthvað frá heitu löndunum.
GESTUR: Það er náttúrulega ýmislegt að segja. Svoleiðislagað. O-jú...
SOFFÍA: Það hlýtur þó að vera óskaplega heitt.
GESTUR: Það getur orðið nokkuð heitt. Sumstaðar.
SOFFÍA: Það hlýtur að vera óskaplegt hvað það er heitt.
GESTUR: Manni finnst það fyrst. Svo venst það.
SOFFÍA: ÉG held ég gæti aldrei vanist því.

(10 línum seinna:....)

SOFFÍA: Það hlýtur að vera alveg óskaplega heitt.
GESTUR: Já, það getur orðið nokkuð heitt.
SOFFÍA: Mig grunaði það! Þetta hef ég alltaf sagt.
GESTUR: Þó var ekki alltaf svo voðalega heitt.
SOFFÍA: En heitt samt.
GESTUR: Já. En heitt samt.

NB. þetta voru þau líka að tala um á undan OG halda áfram að tala um allt leikritið.

Hmmmmm...


Engin ummæli: