Í kommentin hér fyrir neðan ætla ég að stofna umræðuþráð um bókina LoveStar eftir Andra Snæ Magnason.
Það kemur til af því að ég þarf að skrifa 10 bls ritgerð um þá bók og langar að skapa líflegar og göfgandi umræður um hana. (Nei, þetta er bara afsökun fyrir því að blogga og þykjast læra um leið)
Útgangspunktar:
-Vísun í Pilt og stúlku. Hversu vel er sögunni fylgt?
-Persónusköpun: er hún nógu sterk?
-Samfélagsrýni: Hvaða hliðstæður getum við séð með heiminum í dag og heiminum eins og hann birtist okkru í LoveStar?
-Er Svanhvít að verða hundleiðinleg af því að vera í íslenskunámi í Háskólanum?
Reynum svo að halda þessu málefnalegu krakkar mínir...
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli