fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ég veit ekki hvort einhver hefur tekið eftir miklum tilfæringum á síðunni síðasta sólarhring eða svo.

Ég var bara í rólegheitunum í gær að leika mér að feitletra fyrirsögn í templatinu, en þegar ég fer þangað svo aftur, kannast ég ekkert við það. Það voru semsagt komnir einhverjir allt aðrir kóðar inn í mitt template og þess vegna gat fólk á tímabili haldið að ég hefði gengið af göflunum og breyst í víetnömsku/bandarísku þunglyndu unglingsstelpuna sem átti síðuna sem þetta template fylgdi. (sjá fyrri póst)

Þetta tókst þó að laga (Atli hjálparhella) og var það auðveldara en það sýndist, bara að skipta um template. En við það tapaðist líka allt sem ég hafði gert sjálf á síðunni, því var ég að setja inn flesta linkana aftur, og nú þarf ég að koma kommentunum aftur í gang (greit), en segið mér endilega ef ég hef gleymt einhverjum link. (Og ekki láta ykkur bregða þó ég hafi skipt um nafn á sumum, ég man ekki einusinni hvað ég gerði fyrst...

Hér eru samt nokkrar af bloggsíðunum sem þessi stelpa linkaði á ef einhver hefur áhuga á að kynnast ólíkum menningarheimum og ágætis (en soldið væminni) grafík.

http://www.livingincaptivity.blogspot.com
http://piggymoopii.pitas.com/
http://pinkjewels.diaryland.com/

síðan ákvað ég að hafa svona fínan geislasóp á síðunni, og ef mér tekst að koma upp kommentakerfinu aftur, þá hef ég verðlaunagetraun: Hvað heitir geislasópur á latínu?

Engin ummæli: