sunnudagur, nóvember 02, 2003

Súkkulaðikakan var FEIT í öllum merkingum orðsins. Og góð..

Hér er uppskriftin ef einhvern vantar heví einfalda uppskrift af góðri súkkulaðiköku:
(ég hef ekki hugsað mér að herma eftir henni en mér fannst þetta bara tilvalið)

Kaka

200 g smjörlík
200 g sykur
200 g hveiti (mjög einfalt, 200 af öllu)
200 egg (nei, bara 3 egg)
slatti af kakó, eftir smekk (more is more)
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 tsk matarsóði
smá salt
Vatn... nóg af því

Smjörlík og sikur saman leingi, svo eitt og eitt egg, þurrefni blandað á meðan, hrært rólega útí. Vatn þar til deigið er orðin góð drulla og hellt í tvö smurð form. 12-15 mín v. 180° gr.

Krem:
Flórsykur
smjörlíki (smjör er betra)
kakó (bráðið súkkulaði er auðvitað alltaf betra)
egg ef vill

Ég gef ekki upp neinar tölur í þessu samhengi, og vitna í Leoncie: "Ég ætla ekki að nefna tölur. Ég ræði aldrei tölur í nokkru viðtali. Þær koma ekki að neinu gagni - nema kannski til að vinna í lottó."

Góðar stundir

Engin ummæli: