þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Gekk milli erkifjendanna Garðheima og Blómavals í vinnuleit. Leist betur á Blómaval, hef unnið þar áður og ekki spillir fyrir að yfirmaðurinn heitir Trausti... hversu traustvekjandi er það? Annars öfunda ég þá ekki sem ráða mig í vinnu: „Ja, sko ég er reyndar að fara í fimm próf, ja, eða eiginlega sex, já og svo get ég ekki unnið á aðfangadag og helst ekki milli jóla og nýárs. Eiginlega get ég næstum ekki unnið neitt. En ég hef samt obboslega mikla reynslu í garðyrkju, sko!“

Annars væri nú ljúft að vinna ekki baun og eyða jólunum í að sauma, prjóna og baka. Ég og Björk eyddum bókmenntafræðitímanum í að slefa yfir gömlum jólauppskriftabæklingi. Lofuðum okkur að baka karamellukökuna úr honum þegar við verðum búnar með skáldsöguritgerðina. Sem minnir mig á að fara að skrifa hana. Núna. Já. Strax.

Engin ummæli: