Hugarflæði... atburðir liðinna daga:
Hjólaði næstum ofan í opið holræsisop.. (hmm opið op?) en slapp með smá öskur og sjokk. Kláraði fokkin ritgerðina og Steini gaf mér sjeik. (Steini þú rúlar) Bakaði karamellukökuna handa Björk í afmælisgjöf. Nei, ekki Björk Guðmundsdóttur, heldur Björk Ellertsdóttur sem átti líka ammæli í gær. Svo fórum við Steini í kveðjupartí til Mæju... ég trúi ekki að hún sé að fara í heilt ár, það er hræðilegt! Pabbi gerði að engu áætlanir mínar um vinnu í RVK um jólin með því að ráða mig í vinnu hjá sér. Hef verið að stelast til að hlusta á jólalög á meðan enginn heyrir. Stilli svo á aðra stöð um leið og einhver annar kemur inn í herbergið. Ég er laumujólabarn.
En nú kemur Ella Steinasystir með fullt af Grænum kosti.... mmmmmm
laugardagur, nóvember 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli